Meiri rigningin í dag, hellirigning alveg. Gott að ég þurfi ekki einu sinni að fara út úr húsi þá til að mæta í vinnuna ;)
Hvorki komið net- né símasamband í íbúðina. Greinilegt að fólkið sem vinnur hjá Reiknistofnun Háskólans er ekki beint að stökkva á þessar netumsóknir. Eina sem þeir þurfa að gera er að bæta MAC addressunni minni inn á kerfið hjá sér..sigh
Sat í vinnunni um daginn í mestu makindum þegar frekar skuggalegur (dópistalegur) náungi labbaði inn. Hann vatt sér upp að lyftunni og ýtti á takkann. Lyftan kom ekki eftir 10-20 sekúndur svo hann ákvað að gefa henni smá 'peace of his mind'.....
"OOOOOH OPNASTU HELVÍTIS DJÖFULL!....helvítis andskotans djöfulsins!" Hann brá þá á það ráð að taka stigann en fyrst sagði hann við mig;
"Gaur! Láttu laga lyftuna." Ef hann hefði dokað við aðeins lengur þá hefði ég nú bara sagt honum að hún væri í góðu lagi þó hún kæmi ekki nákvæmlega þegar honum þóknaðist. Reyndar skil ég ekki stundum hvernig fólk nennir að taka þessa lyftu héðan af annari hæð, það eru nú bara mesta lagi tvær hæðir að fara sem tekur minni tíma en að bíða eftir að lyftan komi.
Smá auglýsingasamantekt. Hér er ein súrasta auglýsing sem ég hef séð um dagana, tjekkið á þessu:

Hér koma svo tvær japanskar auglýsingar með
Kiefer Sutherland í hlutverki hetjunnar
Jack Bauer úr þáttunum
24, en þessar voru í gangi í sjónvarpinu meðan ég var í Japan. Ég hef ekki séð þættina en ég ímynda mér að það sé ekki varið nokkrum mínútum í matarát fyrir kallinn einstaka sinnum, svo eitthvað verður maðurinn að borða á þessum 24 klukkustundum.

Á einhvern dásamlegan hátt eru svo ekkert nema skólastelpur í lestinni í þessari auglýsingu, það er ekki amalegt þegar Bauer þarf að kljást við illvirkja í Japan greinilega.

Munið bara að hægri smella og vista ef ykkur langar að eiga þessar auglýsingar. Vil svo vekja athygli á því að ég fer að henda út meirihluta gömlu laganna eftir fáeina daga, svo grípið þau núna ef þið hafið áhuga.